Dagskrá 1. febrúar 2025
14:10
Húsið opnar
Skráning og hressing!
14:40
Setning
Fundarstjóri er Kristinn Óli Haraldsson
15:00
Ráslína eða ráslínur?
Helgi Eiríkur starfar sem sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Helgi er jafnframt annar höfunda skýrslunnar Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Í erindi sínu fjallar Helgi um niðurstöðu skýrlunnar og ræðir um vægi efnahagslegrar stöðu á aðgengingi fjölbreyttra hópa að námi.
15:10
Bakgrunnur og brottfall
Derek Terell er nemandi við Háskóla Íslands og kennari við tungumálaskólann Dósaverksmiðjan. Derek er fyrrum forseti Landsambands Íslenskra stúdenta og hefur beitt sér hagsmunamálum háskólanema og fólks með erlendan bakgrunn.
Í erindi sínu fjallar Derek um reynslu sína af íslenska menntakerfinu, áskoranir nemenda með erlendan bakgrunn og tækifæri til úrbóta.
15:20
Lokaðar dyr?
Umræður og álit
15:45
Hlé
16:00
Tungumál og tæknilausnir TVÍK
Gimithra Marga er forritari og einn stofnenda Samtaka um manvæna tækni. Gimithra er höfundur hins tæknivædda íslenskukennara TVÍK sem hægt er hlaða niður í snjalltæki.
Í erindi sínu fjallar Gamithra um sóknarfæri tæknilausna fyrir ingildingu fólks með fjölbreyttan bakgrunn að mentun.
16:10
Kanntu ekki að lesa?
Guðbjörg Lísa Guðmundsdóttir Johnsen er nemandi við Háskóla Íslands og er með lesblindu. Í erindi sínu deilir Guðbjörg reynslu af sinni skólagöngu, hindranir nemenda með lesblindu í menntakerfinu og hvað mætti gera betur til að draga úr brottfalli lesblindra nemenda úr námi.
16:20
Lyklar að samfélaginu
Umræður og álit
16:45
Hlé
17:05
Veggir menntavegarins
Margrét Lilja Arnheiðardóttir er nemandi við Háskólann á Bifröst, á sæti í ráði HÍ um málefni fatlaðs fólks og situr í stjórn ÖBÍ réttindasamtaka. Margrét hefur verið virk í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, sérstaklega er varðar aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu.
Í erindi sínu fjallar Margrét um aðgengi nemenda að námi í háskólum á Íslandi, deilir eigin reynslu af hindrunum og veltir upp hugmyndum til úrbóta.
17:15
Bakslagið
17:25
Opnum dyrnar
Umræður og álit
17:50
Hvað svo?
Samantekt og lokaumræður
18:20 - 21:00
Matur, músík og meira …
Þjóðfundurinn 2025 er haldinn í Sjálfstæðissalnum
Aðgengi að Sjálfstæðissalnum er gott.